Fjölbrautaskóli Snæfellinga í samvinnu við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur ákveðið að bjóða eins árs nám í bygginga- og málmiðngreinum næsta skólaár. Á haustönn 2011 verða kenndar almennar bóklegar greinar ásamt grunnteikningu, upplýsingatækni og verktækni grunnnáms. Verktækni grunnnáms er verklegt nám sem fer að stærstum hluta fram við FSN ásamt námskeiðum á verkstæðum FVA.

Innritun eldri umsækjenda, þ.e. annarra en þeirra sem koma beint úr grunnskóla, hefst 26. apríl og lýkur 31. maí. Námsframboðið byggir á því að nægjanlegur fjöldi innritist á brautina. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 4308400.

Skólameistari FSN