Á laugardag kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Það var Mona Lisa sem kom með um 400 farþega, mest Þjóðverja. Skipið var hér allan daginn og sáust margir farþegar rölta um bæinn, einkum eftir hádegið. Héðan fór skipið til Ísafjarðar.