MS Fram var smíðað í Noregi árið 2007 og er sérhannað til siglinga í norðurhöfum. Innréttingar eru að miklu leyti gerðar úr ull, leðri og eik og gefur það skipinu norrænt yfirbragð. Skipið er nefnt eftir skipi hins fræga norska ævintýramanns Friþtjof Nansen, sem stóð fyrir mörgum könnunarleiðöngrum um norðurheimskautið á landi og á sjó. Skipið er 110 metrar á lengd, 12.700 tonn og ber 382 farþega sem í þetta skiptið verða flestir bandarískir. MS Fram kemur til Grundarfjarðar frá Reykjavík föstudaginn 22. maí og verður frá 8:00 – 15:00. Héðan er förinni heitið til Grænlands.