Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði "Arielle" kom á ytri höfnina kl. 07.00 í dag 12. júní í afar fallegu veðri.  Ekki er unnt að taka betur á móti erlendu ferðafólki sem fýsir að sjá landið og kynnast því en  með þeirri óviðjafnanlegu fjallasýn sem við blasir í Grundarfirði.