Klukkan átta að morgni föstudagsins 23. maí fáum við Grundfirðingar fyrsta skemmtiferðaskipið í heimsókn.  Þetta er skipið MS Fram frá Noregi.

Skipið er 114 metrar að lengd og rúmir tuttugu metrar á breidd. Það vegur 12700 tonn og ber 500 farþega.  Það er glænýtt, var smíðað árið 2007 og er sérhannað til siglinga við norðurheimskautið.

Þetta er önnur ferð skipsins til Íslands, og er aðeins höfð viðkoma í tveimur höfnum hér við land, í Grundarfirði og í Reykjavík, áður en haldið er til Grænlands. Skipið kemur, eins og áður sagði, klukkan 8:00 og heldur úr höfn aftur klukkan 15:00. Flestir farþegar eru Svíar, Danir og Norðmenn.