Fyrsta skipið sem lagðist að nýju bryggjunni í Grundarfjarðarhöfn var Haukabergið SH 20.  Haukabergið lagðist að bryggjunni á hátíðar- og baráttudegi verkalýðsins 1. maí sl.  Þetta var merkilegur áfangi í sögu hafnarinnar og afar gleðilegur.  Bryggjan er þó ekki fullbúin ennþá.  Ennþá vantar steypta þekju, lagnir og fleira smálegt áður en unnt verður að vígja hana formlega.  Áhöfn Haukabergsins og Grundarfjarðarhöfn er óskað til hamingju með áfangann.