Í dag tók samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson fyrstu skóflustungu að byggingu Fjölbrautarskóla Snæfellinga sem rísa mun í miðbæ Grundarfjarðar. Byggingin verður reist af Eignarhaldsfélaginu Jeratúni ehf. sem sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi standa að. Bygginganefnd hússins hefur gert samning við hóp verktaka úr Stykkishólmi og Helgafellssveit um jarðvegsskipi. Þau eru EB-vélar ehf., Stefán Björgvinsson, BB og synir ehf. og Velverk ehf. Fyrirhugað er að útboð uppbyggingar hússins verði auglýst um miðjan janúar.