Föstudaginn 18. janúar sl. var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu reiðhallar Snæfellingshallarinnar ehf.  Reiðhöllin verður byggð fyrir styrk frá ríkinu, hlutafjárframlag Grundarfjarðarbæjar og hlutafjárframlög frá Hesteigendafélags Grundarfjarðar o.fl.  Styrkurinn frá ríkinu er sams konar og aðrar reiðhallir eru byggðar fyrir víða um landið.  Fyrsta skóflustunguna tók bæjarstjórinn Guðmundur Ingi Gunnlaugsson og síðan var boðið til kaffisamsætis í félagsheimili Hesteigendafélags Grundarfjarðar, Fákaseli.