Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari

Fyrsta skólasetning Fjölbrautaskóla Snæfellinga var haldin hátíðleg í gær, mánudaginn 30. ágúst. Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari, setti skólann í fyrsta skipti. Þingmenn kjördæmisins voru viðstaddir athöfnina ásamt menntamálaráðherra. 

Fjögur sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi færðu skólanum að gjöf flygil að verðmæti 2,5 millj.kr. Sveitarfélögin á nesinu færðu nemendafélagi skólans 300 þús. kr. til uppbyggingar félagsstarfs innan skólans.

Kennsla hefst í Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl: 08:30 í dag.