Í morgun rann fyrsta steypan í mótin við gerð nýs fiskiðjuvers hjá Guðmundi Runólfssyni hf. Töluvert magn af steypu á eftir að bætast við því samtals verður nýja byggingin um 2.500 fermetrar. Fyrsta skóflustungan var tekin degi fyrir sjómannadaginn á síðasta ári og nú er byrjað að steypa. Stór áfangi í atvinnulífi Grundarfjarðarbæjar.