Framkvæmd við fyrsta áfanga við lögn dreifikerfis fyrir hitaveitu í Grundarfirði er hafin. Búið er að leggja í Ölkelduveg og verið er að þvera Grundargötuna. Í þessum áfanga verður einnig lagt í Fagurhólstún og Hlíðarveg. Það er Almenna umhverfisþjónustan ehf. sem annast verkið. Nokkrar myndir frá framkvæmdum í dag má finna í myndabankanum eða með því að smella hér.