Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar var haldinn í gær, 13. júní 2006. Nýjar bæjarstjórnir tóku formlega við þann 11. júní sl. Á fundinum var kosið í allar nefndir og ráð bæjarins og í embætti bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar var kjörin Sigríður Finsen og varaforseti Þórey Jónsdóttir. Í bæjarráði sitja Ásgeir Valdimarsson, Sigríður Finsen og Gísli Ólafsson.

Fundurinn var síðasti bæjarstjórnarfundur Bjargar Ágústsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra. Þakkaði hún bæjarfulltrúum fyrr og nú fyrir samstarfið og óskaði nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum. 

 

Gísli Ólafsson, Una Ýr Jörundsdóttir, Emil Sigurðsson, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Finsen, Rósa Guðmundsdóttir, Ásgeir Valdimarsson og Þórður Magnússon, sem sat fundinn sem varamaður fyrir Þóreyju Jónsd.