Frétt af vef Skessuhorns í dag

Fyrsta saltið var sett í nýju saltskemmu Saltkaupa sem reist var í Grundarfirði í sumar. Komu alls um 1100 tonn af salti frá Túnis með skipi á laugardaginn. Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Saltkaupa segir í samtali við Skessuhorn að gert sé ráð fyrir að saltþörfin á Snæfellsnesi sé um 5000 tonn á ári.

“Með þessari skemmu erum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að halda verðinu niðri. Það er mun hagstæðara að flytja svona mikið magn með skipi, en að senda það með bílum, og því er nauðsynlegt að hafa góðar geymslur undir saltið.” Jón Rúnar bætir við að hann sé með einstaklega góða viðskiptavini hjá sér af Snæfellsnesi og segir hann þennan mikla innflutning lið í að bæta þjónustu Saltkaupa við þá.