Ungmennafélag Íslands tekur fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor, fimmtudaginn 19. júní nk. 

Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.

 

Verkefnið mun hefjast á 5 stöðum á landinu fimmtudaginn 19. júní og í kjölfarið verður framhaldið skoðað með fleiri staði í huga. 

Þeir staðir sem um ræðið að þessu sinni er  Borgarnes, Reykjanesbær, Neskaupsstaður, Selfoss og Sauðárkrókur.

Sparisjóðurinn er aðalsamstarfsaðili UMFÍ að verkefninu.  Sparisjóðurinn mun afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka sem er merktur Gæfuspori til eignar.  Einnig styrkir Heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð  verkefnið myndarlega.

Fimmtudaginn 19. júní kl. 10:00 verður gegnið af stað frá Sparisjóðnum á viðkomandi stað en skráning er frá kl. 09:30 á staðnum en allir 60 ára og eldir eru hjartanlega velkomnir.

Í framhaldinu munu hóparnir ákveða hve oft og hvaðan þeir ganga og eins getur fólk valið sér tíma og staði þegar því hentar.  Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendu, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga.

Sérstakur bæklingur verður gefin út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum.

 

60 ára og eldri eru hvattir til þátttöku.

 

Ungmennafélag Íslands.

Frekari upplýsingar veitir

Ómar Bragi Stefánsson

omar@umfi.is

898 1095