Næsta laugardag verður gámastöðin lokuð vegna bæjarhátíðarinnar. Aðra laugardaga er opið kl. 12-14. Gámastöðin verður opin kl. 16-18 alla daga vikunnar fram á föstudag.

Á morgun, þriðjudaginn 24. júlí, verður brúna tunnan tæmd en gráa tunnan verður ekki tæmd fyrr en þriðjudaginn 31. júlí.

Ef íbúar þurfa að losna við óflokkað heimilissorp, sem að jafnaði fer í gráu tunnuna, er hægt að fara með það á gámastöðina á opnunartíma hennar. Lausir ruslapokar við hliðina á tunnum eru ekki fjarlægðir við reglulega sorphreinsun.

Íbúar eru einnig hvattir til að þrífa ruslatunnur ef því sem þörf er á, ekki síst brúnu tunnuna. Ekki má nota annað en maíspoka undir lífrænan úrgang sem fer í brúnu tunnuna.