Fram kemur í hvatningu til íbúa vegna hreinsunarátaks, að gámastððin sé opin mánudaga til föstudaga frá kl. 16.30 til 18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 til 12.00.  Rétt þykir að benda á, að á sumardaginn fyrsta er lokað.  Þessa láðist að geta í auglýsingum um hreinsunarátakið.