Á meðan á framkvæmdum stendur við uppbyggingu nýrrar gámastöðvarinnar að Ártúni 6, mun gámastöðin á iðnaðarsvæðinu við Kverná, flytjast tímabundið yfir á aðra lóð í þessu hverfi, en sú lóð er við götuna Hjallatún.

Ekið er til hægri, inn götuna Hjallatún, þegar komið er fram hjá trésmiðju Gráborgar sem stendur við Ártún 2.

Framkvæmdirnar á gámastöðinni að Ártúni 6 eru í tengslum við nýlegt útboð, en verktakar í verkinu er Kjartan Elíasson og Gústav Ívarsson. Reiknað er með að nýja gámastöðin verði tilbúin þann 19. júní næstkomandi, en þá mun aðstaðan aftur flytjast yfir á sína upphaflegu lóð.

 

Áfram verður boðið uppá sömu þjónustu á gámastöðinni, þrátt fyrir þessa tímabundnu tilfærslu, og verður opnunartíminn áfram sá sami þ.e. opið mánudaga til föstudaga frá kl. 16:30 – 18:00 og á laugardögum frá kl. 10:00 – 12:00.

 

Byggingarfulltrúi