Eitt af eldri húsum bæjarins mun á næstunni hverfa úr miðbænum, þ.e. Grundargata 33. Það er gamla löggustöðin, þar sem Gallerí Grúsk hafði síðast aðstöðu. Olíufélagið Esso og verslun Ragnars Kristjánssonar voru á sínum tíma í húsinu, sem var byggt árið 1945 skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Nú stendur til að rífa húsið og voru tilboð opnuð í rif og hreinsun á húsinu, föstudaginn 30.09 sl. Þrír verktakar buðu í verkið en það voru Vélaleiga Kjartans, Dodds ehf. og Rávík ehf.

Rávík ehf. átti lægsta boð og var ákveðið að taka því.