- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni!
Þess vegna er efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k. Farnar verða 3 vegalengdir, þ.e. 3 km, 5 km og 10 km (þó fyrirvari vegna veðurs og færðar). Og athugið, að það má líka ganga!
Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og farið á sínum hraða - þetta er hugsað fyrir alla aldurshópa.
Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju, en hlaupið/gangan byrjar kl. 11.30.
Leiðirnar verða ákveðnar síðar, með tilliti til veðurs og færðar.
Samkaup – Úrval, Grundarfirði býður upp á hressingu í lokin.
Þátttakendur eru hvattir til að mæta í skrautlegum búningum til að lífga upp á þennan síðasta dag ársins!
Með Gamlárskveðju!
Skokkhópur Grundarfjarðar