- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Gámur fyrir notaða flugelda
Um þessi áramót, sem fyrr, eru íbúar hvattir til að huga vel að öryggi og umgengni í tengslum við notkun flugelda.
Fyrir framan Þjónustumiðstöðina (áhaldahús) að Nesvegi 19 er búið að koma fyrir gám fyrir notaða flugelda. Gámurinn verður staðsettur þarna fram yfir áramót. ATH - viðbót: Fram til mánudags 5. janúar.
Það er stranglega bannað að setja annað en notaða flugelda í gáminn! Einnig biðjum við fólk að gæta vel að því að slökknað sé í öllu og að engir neistar leynist.
Gætum að öryggi okkar og annarra. Skiljum ekki eftir flugeldarusl á víðavangi, höldum bænum okkar hreinum.
Fyrirfram þakkir fyrir góða umgengni!
Njótum áramótanna!