S.l. miðvikudag var haldinn stofnfundur Garðyrkjufélags Snæfellsness á Ráðhúsloftinu í Stykkishólmi.  Formaður var kosinn Anna Melsteð, meðstjórnendur Guðrún Hauksdóttir, Magðalena Hinriksdóttir, Kolbrún Jónsdóttir og Sesselja Pálsdóttir.  Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Garðyrkjufélags Íslands kynnti félagið og að því loknu kom Jón Guðmundsson garðyrkjumaður og fræddi fundargesti ítarlega um það hvernig koma mætti ávaxtatrjám til að vaxa og bera ávexti utandyra.   

Að lokum fóru fundarmenn heim með nokkur fræ til að sá í potta.  Þeir sem áhuga hafa á félaginu er bent á að ganga í það með því að skrá sig hjá Garðyrkjufélagi Íslands.  En þannig verða íbúar á Snæfellsnesi meðlimir í þessu nýstofnaða félagi.  Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins verður miðlað í gegnum póstlista sem Garðyrkjufélag Íslands heldur utan um.  Allar nánari upplýsingar er að fá á www.gardurinn.is