Í júní voru gistinætur á tjaldsvæðinu í Grundarfirði 723 samtals. Gestir komu frá 23 þjóðlöndum samkvæmt skýrslu sem skilað er til Hagstofunnar um hver mánaðamót. Íslendingar voru í miklum meirihluta, á eftir þeim voru það Þjóðverjar og Bandaríkjamenn.