Jólakveðja frá Bókasafni Grundarfjarðar

Í nóvember 2013 heimsóttu Grundarfjörð gestir frá Paimpol sem gistu í heimahúsum og skoðuðu sig um á Snæfellsnesi. Eftir heimsóknina fengum við sendan pakka sem innihélt bækur nokkurra íslenskra höfunda, þýddar á frönsku.

Kærar þakkir, Mercy beaucoup, Claudine Panciroli 

Hópurinn frá Paimpol færði Grundfirðingum matreiðslubók.

Hefðbundið hráefni á bretónska vísu.

Bókin Pêcheurs de France : vus parles islandais með íslenskri þýðingu, Frönsku fiskimennirnir, séðir með augum Íslendinga, eftir Maríu Óskarsdóttur er til á bókasafninu. Hún er byggð á sama efni og sýningin hennar og fyrirlestrar sem hún hefur flutt víða.

Og til að æfa sig meira í frönskunni má fá lánaðar barnabækur, Sherlock Holmes, Lou! (úr barnaefni sjónvarpsins) og fróðleik um refilinn frá Bayeux.