Eftirfarandi grein bitist í Jökli í dag:

Í síðasta tölublaði Jökuls var grein eftir bæjarstjórann í Snæfellsbæ þar sem hann bar saman gjaldskrár leikskóla á Snæfellsnesi. Þar var tekið ímyndað dæmi um kostnað foreldra við leikskóla í fjögur ár, fjóra tíma á dag. Gallinn við þessa framsetningu er sá að afar fáir nýta þjónustuna á þennan hátt, um 3% leikskólabarna að meðaltali á Vesturlandi. Samanburðurinn er því marklaus í allt að 97% tilvika.

 

Í skólaskýrslu Sambands ísl. sveitarfélaga árið 2012 (bls. 16) kemur fram að um 82% leikskólabarna á Vesturlandi eru sjö tíma eða lengur á dag í skólanum. Í Grundarfirði er reyndin sú að langflest börn eru allan daginn í leikskóla og eiga öll grundfirsk börn frá eins árs aldri kost á leikskóladvöl.

 

Gagnlegra er því að bera saman kostnað foreldra við dvöl barna í leikskóla/hjá dagforeldri í átta tíma á dag í fimm ár því það er veruleiki flestra.

Hámarksdvalartími hjá dagforeldri í Snæfellsbæ er sjö tímar á dag og er miðað við það í meðfylgjandi töflu. Reiknað er með dvöl í 10,5 mánuði á ári. Þegar þessar tölur eru skoðaðar fæst annar og raunhæfari samanburður en í fyrrnefndri grein. Einnig skiptir systkinaafsláttur barnafjölskyldur miklu máli en í Grundarfirði en hann er 50% vegna 2. barns og 75% vegna 3. barns.

Áhugavert er einnig skoða næsta skólastig og bera saman kostnað foreldra barna í grunnskólum vegna skólamálsverða og heilsdagsskóla. Við skipulagsbreytingar í Grundarfirði náðist veruleg hagræðing vegna skólamálsverða og var ákveðið að færa hana alla til foreldra. Verð skólamálsverða var lækkað verulega og kostar hver málsverður 324 kr. eða 4.900 kr. á mánuði.

Gjaldskrá heilsdagsskóla er óbreytt frá fyrra ári en í Grundarfirði er einnig systkinaafsláttur og gildir hann á milli skólastiga. Foreldrar með tvö börn, annað í leikskóla og hitt í heilsdagsskóla, greiða því einungis hálft gjald fyrir heilsdagsskólann.

Í Grundarfirði hefur verið lögð áhersla á að verja þjónustu sveitarfélagsins við fjölskyldur. Tímabundnar þrengingar í fjárhag sveitarfélagsins undanfarin ár gerðu þá kröfu til okkar að forgangsraða fjármunum með enn markvissari hætti en áður og í okkar huga var það ekki erfitt.

 

Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri

Samanburður á gjaldskrám leikskóla

Fullt mánaðargjald:

Grundarfjörður

Snæfellsbær

Dagforeldri í 7 tíma á dag með fæði

-

46.900

Leikskóli í 8 tíma á dag

28.192

29.680

Fullt fæði í leikskóla

7.370

9.440

Einstæðir for./námsmenn

-35% / -35%

-40% / -0%

2. barn / 3. barn

-50% / -75%

-25% / -50%

Kostnaður í 5 ár:

 

Dagforeldri í 1 ár  með fæði

-

492.450

Leikskóli (5 ár í Grf./4 ár í Snb.)

1.480.080

1.090.740

Fullt fæði (5 ár í Grf./4 ár í Snb)

386.925

396.480

Samtals kostnaður í 5 ár

1.867.005

1.979.670

Samanburður á gjaldskrám grunnskóla

Skólamálsverður:

Grundarfjörður

Snæfellsbær

Hver máltíð

324

380*

Mánaðaráskrift

4.900

7.500

Heilsdagsskóli:

 

Hver dvalarstund / síðdegishressing

240 / 135

260 / 130

Einstæðir foreldrar og námsmenn

-35% / -35%

-0% / -0%

2. barn / 3. barn

-50% / -75%

-0% / -0%

* Í greininni í Jökli var sýnt annað verð, 430 kr. eins og kemur fram í gjaldskrá Snæfellsbæjar á heimasíðu bæjarins og var staðfest af bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar sem rétt verð. Samkvæmt upplýsingum skólastjóra og á matseðlum í Grunnskóla Snæfellsbæjar kemur fram annað verð, 380 kr. og mun það vera það rétta.

Það er sjálfsagt að leiðrétta þetta en upplýsingar frá Snæfellsbæ voru misvísandi. Þessi leiðrétting breytir hins vegar ekki niðurstöðu samanburðarins því verð skólamálsverða í Grundarfirði er 324 kr. og þarf enginn að efast um það.

Gjaldskrá Leikskólans Sólvalla í Grundarfirði

Gjaldskrá skólamálsverða í Grundarfirði

Gjaldskrá heilsdagsskóla í Grundarfirði

Gjaldskrá leikskóla í Snæfellsbæ

Gjaldskrá Grunnskóla Snæfellsbæjar á heimasíðu bæjarins