Á fundi bæjarráðs, þann 26. ágúst 2008, var samþykkt ný gjaldskrá fyrir skólamáltíðir skólaárið 2008-2009. Samþykkt var að lækka verð til nemenda fyrir skólamáltíðir. Helstu rök fyrir því eru neikvæð áhrif efnahagsþróunar á heimili, hækkandi skuldabyrði heimilanna og til að hvetja til þess að börn geti notið skólamáltíða innan veggja skólans á skólatíma. Verð fyrir hverja máltíð nemanda er 350 kr.

Hér má sjá fundargerð bæjarráðs.