Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar hefur tekið gildi. Þetta er í fyrsta sinn sem formleg gjaldskrá er sett fyrir slökkviliðið.

Samkvæmt lögum um brunavarnir er slökkviliðum heimilt að innheimta fyrir tiltekna þjónustu og þá hefur einnig farið vaxandi að leitað er til slökkviliða til aðstoðar vegna verka sem heyra ekki undir þau lögum samkvæmt. Stundum hefur verið greitt fyrir þessi viðvik en skort hefur formlega gjaldskrá til að styðjast við.

Hér eftir mun verða innheimt fyrir tiltekna þjónustu og aðstoð slökkviliðsins samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá.

Gjaldskrá slökkviliðsins