Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju þann 15. desember síðastliðinn. Að vanda voru tónleikarnir stórglæsilegir og ánægjulegir. Það er virkilega gaman að sjá hversu miklir hæfileikar leynast í bænum okkar og hvað nemendur eru einbeittir og færir í að koma fram. Það fer ekkert á milli mála að mikið og gott starf er unnið í tónlistarskóla bæjarins.