Pæjumótskeppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum. Á myndina vantar Katrínu markmann 7. fl

Það voru 30 stelpur og heill hellingur af foreldrum frá UMFG sem tóku þátt í Pæjumótinu á Siglufirði nú um helgina. Tjaldbúðir UMFG voru á góðum stað í bænum og nutum við öll gestrisni “ Gunnu frænku” ( systir Stínu Finna, Selmu, Nilla og Finna í Krákunni) þar sem að tjaldbúðirnar voru nánast í bakgarðinum hjá henni. UMFG var með lið 7.,6., 5. og 4. fl öll liðin stóðu sig með ágætum og var mikil gleði ríkjandi hjá keppendum.

 

Lið 7.fl vann sinn riðil og fékk aðeins á sig eitt mark alla helgina og skoraði yfir 30 mörk. Liðið var skráð í keppni b liða og kepptu því sem gestir á mótinu því að ekki er leyfilegt að skrá í b lið nema að hafa A lið líka. Forsvarsmenn UMFG töldu liðið ekki eiga heima í keppni a liða þar sem að við vorum bara með 7 keppendur og þar af eina sem er ný orðin 5 ára og eina sem ekki hefur verið að æfa fótbolta. Þessi ákvörðun félagsins leiddi það af sér að liðið fékk ekki fyrstu verðlaun mótsins eins og liðið vann til heldur fengu þær glæsilegan bikar sem viðurkenningu fyrir glæsilegan árangur.

 

Lið 6. fl keppti einnig sem b lið og stóðu þær sig einnig vel, 2 sigrar, tvö jafntefli og tvö töp. Lið 5. flokks var í keppni a liða og lentu í 19 – 23 sæti sem er ágætis árangur þar sem að einungis 9 stelpur eru í 5.fl UMFG en þær voru að keppa við lið sem eru með 40 – 60 stelpur í 5. fl og við vorum að spila á móti þeim bestu. Lið 5. fl fékk þó bikar því að liðið var valið prúðasta liðið af öllu 5. fl liðunum sem voru alls 62.

 

Stelpurnar í 5. fl voru syngjandi og brosandi alla helgina (nema rétt í nokkrar mínútur eftir leikinn á móti sem þær töpuðu á síðustu mínútunni) þær áttu þennan titil sannarlega skilið. Lið 4. fl var í keppni A liða og var árangur þeirra ágætur, þær voru með eindæmum óheppnar því að í markið vildi boltinn frá þeim ekki og voru alla vega þrír leikir sem að þær voru miklu betri en eins og áður sagði var óheppnin með þeim þessa helgina og til að kóróna óheppnina lentu þær í því að jafnt var í leikslok í keppni um 16 sæti og var því gripið til þess að varpa hlutkesti um það hvort liði væri sigurvegari og töpuðu þær því einnig.

Fararstjórum, þjálfurum, foreldrum og keppendum er óskað til hamingju með frábæra helgi.

Pæjumóts peysurnar voru styrktar af fyrirtækinu Soffanías Cecilsson hf og þökkum við kærlega fyrir það.

 

Þeir sem voru með myndavélar á lofti um helgina eru beðnir um að setja myndirnar á geisladisk og gefa félaginu því að þetta eru dýrmætar minningar um góða helgi.

Myndir frá mótinu koma fljótlega á vefinn.