Séð yfir Grundarfjörð

Veðurspáin fyrir komandi helgi í Grundarfirði er aldeilis stórfín. 

Gert er ráð fyrir björtu og hægu veðri.  Breiðafjörðurinn skartar sínu fegursta og náttúrudýrðin heillar alla.  Ferðfólkið streymir nú um Snæfellsnesið og tjaldsvæðin fyllast.  Í Grundarfirði er óendanleg náttúrudýrð og útsýnið yfir Breiðafjörðinn á ekki sinn líka.  Kirkjufellið er einstakt, Kolgrafafjörður og Hraunsfjörður eru náttúruperlur.  Fuglalífið er í mestum blóma um þetta leyti.  Leikhópurinn Lotta verður með útileikhús á laugardaginn kl. 11.00 fyrir börn á öllum aldri.  Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem er í þjónustu eða afþreyingu.