Grundarfjarðarvefurinn óskar öllum lesendum gleðilegrar páskahátíðar.

Á morgun, skírdag, heldur blakdeild UMFG sitt árlega páskamót í íþróttahúsinu. Mótið hefst kl. 11 og er styrkt af Ragnari og Ásgeiri ehf. Laugardaginn 15. apríl verður hið árlega páskamót Hesteigendafélags Grundarfjarðar. Mótið hefst kl. 13 og að því loknu verður kaffisala í Fákaseli. Mótið er í boði Landsbanka Íslands.