Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn 22. apríl.  Þessi dagur er táknrænn fyrir þá tilfinningu, að birtan og ylurinn sigri ævinlega myrkrið og kuldann að lokum.  Veturinn hefur verið bæði mildur og umhleypingasamur í senn.  Langir snjólausir kaflar hafa komið, stundum hlýir og stundum kaldir, en svo kyngdi niður snjó af og til einnig.  Vorið er komið með gróanda í náttúrunni og mannlífinu.  Þess er óskað að komandi vor og sumar færi öllum góða tíð og bjarta tilveru um leið og færðar eru þakkir fyrir samveruna og samstarfið í vetur.

Grundfirðingar senda hlýjar óskir um gott og gleðilegt sumar til allra landsmanna en þó sérstaklega til þeirra sem lent hafa í hremmingum í eldgosinu sem nú stendur yfir í Eyjafjallajökli.