Leikskóladeildin Eldhamrar fékk góða heimsókn frá kvenfélaginu Gleym mér ei í gær, 13. júní. Það voru þær Mjöll og Sólrún Guðjónsdætur sem komu færandi hendi fyrir hönd kvenfélagsins með tvö hjól til leikskóladeildarinnar sem Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri Eldhamra, veitti viðtöku.

 

Eins og sjá má þá voru börn og starfsfólk Eldhamra himinlifandi með þessa frábæru gjöf sem kemur að góðum notum og er kvenfélaginu Gleym mér ei færðar kærar þakkir fyrir.