Þetta er yfirskriftin í sýningarskrá Landsbanka Íslands, sem gefin er út í tilefni af sýningu í útibúi Landsbankans í Grundarfirði á völdum verkum úr listasafni bankans.

Sýningin er einn af viðburðum menningarhátíðarinnar Rökkurdaga.

 

Í sýningarskránni segir Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans svo:

 

Það er góður siður að bankar og fjármálastofnanir styðji vel við bakið á listamönnum. Þann sið tamdi Landsbanki Íslands sér snemma. Í dag á bankinn eitt glæsilegasta málverkasafn landsins en auk þess er hann öflugur bakhjarl lista, íþrótta og annars sem eflir og bætir mannlíf okkar og menningu.

Rökkurdagar,  menningarhátíð Grundfirðinga, verða haldnir dagana 26. október – 16. nóvember 2004 og af því tilefni heldur Landsbankinn í Grundarfirði sýningu á 8 listaverkum eftir jafnmarga listamenn. Verkin verða til sýnis frá 3. nóvember - 19. nóvember 2004.

Bið ég Grundfirðinga og aðra gesti vel að njóta.

 

Björgólfur Guðmundsson

Formaður Bankaráðs Landsbanka Íslands hf.

 

Á sýningunni eru verk eftir listamennina Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Brynjólf Þórðarson, Höskuld Björnsson, Jón Þorleifsson, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Pál Guðmundsson.

Landsbankinn á hrós skilið fyrir að færa okkur verk þessara listamanna til sýningar og eru Grundfirðingar hvattir til að gera sér ferð í bankann og líta þessi verk augum, áður en sýningunni lýkur þann 19. nóvember n.k.