Í morgun hófst golfnámskeið fyrir börnsex ára og eldri á vegum Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Afar góð þátttaka er á námskeiðinu en alls taka þátt um 30 krakkar á öllum aldri. Það er Margeir Ingi Rúnarsson sem hefur umsjón með því en kennt er í tvo tíma í senn. Farið er yfir öll helstu grunnatriði golfíþróttarinnar á námskeiðinu, allt frá reglum og siðum til golfsveiflunnar sjálfrar, auk þess sem upphafshögg, vipp og pútt eru æfð. Námskeiðinu lýkur síðan á fimmtudaginn þar sem efnt verður til veislu fyrir þátttakendur.