20 ár eru frá því að fyrsta kvennahlaupið var haldið hér á landi og sífellt hefur fjölgað þeim konum sem hlaupa allstaðar um landið.  Eins og undanfarin ár var hlaupið hér í Grundarfirði og tóku 28 konur og stúlkur þátt, en á föstudagskvöldinu hlupu 10 konur frammi á Akurtröðum þar sem þær voru á ættarmóti.  Farið var í léttan ratleik þar sem 20 vísbendingum og spurningum var dreift um allan bæin og höfðu þátttakendur 30 mín til að finna sem flestar.  Að loknu hlaupi var boðið upp á kristal, svala, epli og appelsínur.  Grundarfjarðarbær bauð konunum í sund eftir hlaupið og Lyfja Grundarfirði gaf þeim ilmvatnsprufur.