Opinn íbúafundur fór fram í Samkomuhúsinu þann 21. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um endurskoðun á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Það var Ráðgjafafyrirtækið Alta sem stýrði fundinum en fyrirtækið heldur utan um vinnuna við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

 

 

Um fjörtíu manns mættu til fundarins sem fór að hluta fram í hópavinnu þar sem íbúar lögðu fram sínar hugmyndir um ákveðna málaflokka er varða daglegt líf, reynslu og upplifun bæjarbúa. Mikilvægt er að fá fram sem flest sjónarmið við slíka vinnu og því eru fundir sem þessi dýrmætir sveitarfélaginu til að hægt sé að marka sem skýrasta sýn á framtíðar uppbyggingu Grundarfjarðarbæjar.

 

 

 

Nánar er fjallað um fundinn á sérstökum vef um aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar.