Á þriðjudögum í sumar verður golfkennsla í boði fyrir alla nemendur Grunnskólans í Grundarfirði. Einar Gunnarsson PGA golfkennari sér um æfingarnar sem henta bæði þeim sem hafa æft golf og einnig þeim sem vilja byrja í golfi.

Fyrsti æfingadagurinn er þriðjudagurinn 12. júní.

Kennt verður frá kl. 16:00 til 17:00

Æfingarnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu

Endilega drífið ykkur á golfæfingu krakkar!

Kylfur og áhöld á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.

 

Barnanámskeið fyrir börn 6 ára til 16 ára.

Tvö vikunámskeið verða í boði í sumar, kennt mánudaga til föstudaga frá 18. júní til 22. júní og 16. júlí til 20.júlí. Kennt er frá kl. 13:00 til 15:00. Hámarksþátttökufjöldi er 12 þátttakendur.

Verð: Stök vika 5.000 kr

Báðar vikurnar 9.000 kr.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Einar Gunnarsson PGA golfkennari í síma 894-2502.