Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði er 10 ára í dag. Klúbburinn var stofnaður 27. júlí árið 1995. Stofnfélagar voru um 20 talsins og eru skráðir félagar í dag rúmlega 100. Afmælishátíð verður haldin þann 10. ágúst nk. með golfmóti og öðru tilheyrandi. Í tilefni afmælisins verður haldið golfmót á Bárarvelli í dag kl. 17:00. Mótið er paramót og eru allir velkomnir!