Nú er farið að hausta og haustlitir orðnir allsráðandi í landslaginu, veður síbreytileg, snjóföl niður í miðjar hlíðar og gaman að stunda útiveru.

Þátttökugjald kr. 500 fyrir 16 ára og eldri.

Ferðafélag Snæfellsness býður upp á tvær haustferðir nú í október.

Sunnudagur. 11.október.

Gönguferð á Bjarnarhafnarfjall. Gengið verður upp á fjallið frá Bjarnarhöfn. Bjarnarhafnarfjall er bratt og tilkomumikið og svæðið er á miklum sagnaslóðum, allt frá landnámstíð.

Ef veður verður slæmt, er gengið niðri á láglendinu. Mæting í Bjarnarhöfn kl. 13. Fararstjóri: Brynjar Hildibrandsson.

 

Sunnudagur. 25. október.

Gönguferð, Svelgsá – Svelgsárhraun.

Gengið verður upp með Svelgsá upp að Svelgsárkúlu ( Rauðakúla ) og Jötunsfelli og niður Svelgsárdalinn að vegi. Vestan hraunsins má finna miklar rústir af seljum og frá þeim liggur forn, rudd gata yfir hraunið, nefnd Selgata. Tilvalið er að ganga þessa götu í ferðinni.

Mæting neðan hraunsins kl. 13. Fararstjóri: Gunnar Njálsson.

 

 

snaefellsnes@fi.is