Stefán Viðar og Elías Dór búnir að ryðja gönguskíðabraut.
Stefán Viðar og Elías Dór búnir að ryðja gönguskíðabraut.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Langar þig á gönguskíði í einstöku umhverfi?

Í samvinnu Golfklúbbsins Vestarrs, og Grundarfjarðarbæjar, með aðstoð Björgunarsveitarinnar Klakks er búið að ryðja gönguskíðabraut (spor) í einstöku umhverfi Bárarvallar. 

Tvær leiðir voru lagðar á völlinn, önnur leiðin er 1,5 km löng fyrir lengra komna og hin er 0,5 km löng og léttari. Það voru þeir Stefán Viðar Ólason, Símon Grétar Rúnarsson og Elías Dór Símonarson, sérlegur aðstoðamaður frá Björgunarsveitinni Klakki sem lögðu sporin. Sporin liggja um fjölbreytt en þægilegt landslag vallarins, með Kirkjufellið og fjörðinn í forgrunni. Búið er að ryðja bílastæðið við golfvöllinn svo að aðkoman að svæðinu sé góð. 

Einnig er búið að ryðja braut/spor á íþróttavöllinn fyrir neðan skíðasvæðið. 

Við skorum á ykkur að prófa og segja okkur hvernig gekk! Það má senda myndir á grundarfjordur@grundarfjordur.is