Keppendur, 8. ára og yngri

 

Héraðsmót HSH í frjálsum var haldið í Ólafsvík laugardagin 8 nóv.  Alls voru 32 keppendur frá UMFG á aldrinum 6 – 16 ára.  Mótið gekk vel fyrir sig og voru keppendur 8 ára og yngri búnir með sína keppni á klukkutíma og gátu þá sest  niður og borðað nestið sitt, því svona hörkukeppni útheimtir mikla orku.  Keppendurnir stóðu sig öll með afbrigðum vel og voru flestir í 11 ára og eldri sem fóru klifjaðir heim af verðlaunapeningum.  Að vanda vöktu krakkarnir okkar athygli fyrir að vera öll í eins keppnisbolum og hvað þau stóðu sig vel.

KH.