Nú fegrum við bæinn!

 

Vorið kemur óvenju snemma í ár. Hópur unglinga hefur þegar farið um bæinn og hreinsað rusl af götum og opnum svæðum. Fyrsta hreinsunarhelgin var um liðna helgi þar sem íbúar voru hvattir til að hreinsa lóðir sínar.

 

Og nú er komið að götusópnum sem sennilega hefur aldrei áður verið svo snemma á ferðinni. Samið hefur verið við verktakann Guðmund Björnsson frá Skagaströnd um að annast götusópunina. Hann er nú á ferðinni og verður sennilega fram á miðvikudag.

 

Fólk er hvatt til að hliðra til fyrir götusópnum og færa bifreiðar sínar eftir því sem kostur er, þannig að náist að sópa allar götur og ekkert verði eftir.

Reynt verður að banka upp á í húsum þar sem færa þarf bifreiðar af götunni.

 

Gerum bæinn snyrtilegan – tökum á því og gerum betur í ár en nokkru sinni fyrr!

 

Verkstjóri