Nú þegar veðrið leikur við okkur og sumarið að koma er tilvalið að taka til í nærumhverfinu. Gróðurgámurinn verður staðsettur til að byrja með á auðu lóðinni við hliðina á Ártúni 2. Við biðjum þau sem vilja losa í gáminn að setja aðeins gróður í gáminn, en ekki rusl eða annan úrgang. 

Minnum einnig á að sunnudagurinn 28. apríl nk. er Stóri plokkdagurinn og af því tilefni verður sérstakur gámur staðsettur fyrir utan sorpmóttökustöðina, Ártúni 6, fyrir "plokk" rusl - nú um helgina. Gámastöðin er svo opin laugardaginn 27. apríl fyrir stærra rusl.