Gróðurgámur við Gámastöðina við Ártún
Gróðurgámur við Gámastöðina við Ártún

Nú þegar veðrið leikur við okkur og allir byrjaðir að taka til í garðinum sínum eftir langan og þungan vetur,  þá er ekki úr vegi að minna á gróðurgáminn sem staðsettur er við Gámastöðina við Ártún.

Gróðurgámurinn er alltaf opinn og íbúar eru eindregið hvattir til að henda garðúrgangi þangað.

Sú leiðinlega sjón blasti við á laugardaginn að búið var að losa trjákurl á nýja bílastæðinu við Kirkjufellsfoss. Þar er að sjálfsögðu ekki losunarstaður fyrir garðaúrgang.  

Hjálpumst að við að halda umhverfi okkar snyrtilegu!