- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni verður efnt til gróðursetningardags í Grunnskóla Grundarfjarðar.
Öllum íbúum bæjarins er boðið að taka þátt í að gróðursetja 800 plöntur á grunnskólalóðinni til þess að búa til skjól fyrir skólalóðina og fá meiri snjósöfnun í skólabrekkuna.
Til þess að halda viðburð sem þennan er mikilvægt að eiga góða bakhjarla. Lionsklúbburinn í Grundarfirði útvegar þær 800 plöntur sem á að gróðursetja, Skógræktarfélag Eyrarsveitar lánar belti og geispur ásamt því að veita leiðsögn og grunnskólinn býður til pylsuveislu. Er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag.
Gróðursett verður frá 12:30 til 16:00, eða á meðan plöntur endast.
Pylsur verða grillaðar frá kl. 14:00-15:00.
Íbúar eru hjartanlega velkomnir - að koma og taka þátt!