Það hefur borið óvenjulega mikið á því á þessari sláturtíð að vöðvasullur Taenia (Cysticercus) ovis sé að finnast í sláturfé (bæði fullorðið og lömb) á Vesturlandi.

Smá um vöðvasull:

Bandormur sem þarf millihýsil til að komast aftur í sauðfé.

Millihýsill er hundur.

Mesta áhættan er þegar hundar komast í hrámeti t.d af heimaslátruðu.

Það er ekki nóg að frysta kjöt þar sem þessi sýkill myndar hjúp í vöðum sem virðist þola frost.

Innhjúpuð ormalifra borar sig í vöðva, ef um litla ormabyrði er að ræða þá sjást litlar hvítar blöðrur oftast í hjarta eða þind, en ef um mikla ormabyrði þá geta þessar blöðrur verið í fleiri vöðum t.d læri, hrygg og fl.

Þessi sýkill er ekki zúna,  hann smitast ekki í fólk en er samt vísbending um að ormahreinsun sé ekki sinnt nægilega eða að einhversstaðar sé pottur brotinn.

 

Til að stöðva útbreiðslu þá þarf að herða á og minna enn fremur á ormahreinsun hunda með viðurkenndum lyfjum sem vinna á bandormum. Einnig er gott að minnast á við fólkið ykkar að láta hunda ekki éta hrámeti og ef þeir komast í slík eða í hræ að endurtaka ormahreinsun. Ef ormahreinsun á sér stað áður en sláturtíð er lokið er mælt með að endurtaka ormahreinsun að henni lokinni.

 

Frá Mast