Sumarnámskeið – umsjónarmaður og aðstoðarmaður

Leitað er að umsjónarmanni sumarnámskeiða fyrir börn í júní og ágúst. Starfið felst í skipulagningu, utanumhaldi og umsjón námskeiðanna.

Jafnframt er leitað að aðstoðarmanni sem aðstoðar umsjónarmann við námskeiðahaldið.

Umsækjendur þurfa að vera hugmyndaríkir, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum.

Starfstímabil er frá byrjun júní og fram í miðjan ágúst, með 5-6 vikna fríi á tímabilinu. Vinnutími er breytilegur. Um hlutastarf er að ræða.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala og Snæfellsness.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.

 

Sótt er um gegnum vefsíðu Grundarfjarðarbæjar; www.grundarfjordur.is

 

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is