Mynd; Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd; Tómas Freyr Kristjánsson

Íslensk stjórnvöld vinna nú að undirbúningi móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Ríkið hefur kallað eftir aðkomu sveitarfélaga að því verkefni.

Grundarfjarðarbær óskar því upplýsinga um mögulegt leiguhúsnæði í sveitarfélaginu í þessu skyni.

Þau sem vilja bjóða fram laust íbúðahúsnæði í sveitarfélaginu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Grundarfjarðarbæ með því að senda upplýsingar á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is

Vinsamlegast takið fram í tölvupóstinum hver sé eigandi húsnæðis, stærð þess, staðsetning og áætlað leiguverð.

Grundarfjarðarbær vill ennfremur þakka þeim aðilum sem þegar hafa lýst yfir áhuga á að veita aðstoð.