Ánægjulegur áfangi hefur náðst í starfsemi Grundarfjarðarhafnar.  Frá og með 1. janúar 2007 er höfnin skilgreind sem tollhöfn.  Fyrir 2 - 3 árum var farið að sækja um það til fjármálaráðherra að höfnin öðlaðist þennan sess.  Málið tafðist nokkuð á meðan reglugerð um vörslu og tollmeðferð vöru var í endurskoðun, en nú er niðurstaða fengin.  Þetta mun gagnast útflutningsfyrirtækjum í Grundarfirði og einnig efla stöðu hafnarinnar sem inn- og útflutningshafnar.  Verið er að kanna til hlýtar þessa dagana á hvern hátt starfsemi hafnarinnar verður sem best aðlöguð að þessari nýju stöðu.  Hafnarstjórninni og hafnarverðinum er óskað til hamingju með þennan áfanga.