Iðnaðarráðuneytið auglýsti í febrúar eftir styrkumsóknum til uppbyggingar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. 210 umsóknir bárust og er það til marks um mikla grósku í þeim geira þessa dagana. Grundarfjarðarhöfn hlaut styrk að upphæð 6,3 milljónum króna. Styrkurinn verður nýttur til uppbyggingar á höfninni. Þar sem Litlabryggja stóð mun verða komið fyrir flotbryggju til að bæta aðgengi fyrir gesti skemmtiferðaskipa og auk þess verður ráðist í fegrun á því svæði.  Settir verða upp bekkir, lýsing bætt og hellulagt svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar og er búist við að þeim verði lokið í maí.

Hér má sjá styrkþega.